Unnur – fermingarmyndataka í heimahúsi

Við tókum fermingarmyndir Unnar og nokkrar fjölskyldu og systkinamyndir í heimahúsi og úti í garði á köldum sólríkum vordegi. Við nýttum okkur m.a. mjúka gluggabirtuna og sólskinið í gegnum laufin á birkitrénu í garðinum sem lýsingu.