Salbjörg heiti ég, kölluð Dalla og er hönnuður og ljósmyndari í Reykjavík.

Eftir hönnunarnám (e. Media Art and Design) við Bauhaus listaháskólann í Weimar í Þýskalandi flutti ég heim 2007.

Síðan þá hef ég jöfnum höndum unnið sjálfstætt, ljósmyndað og unnið ýmis hönnunarverkefni fyrir og með stofnunum, einstaklingum, fyrirtækjum, vefstofum og auglýsingastofum.

Á síðustu árum hef ég m.a. unnið sem grafískur hönnuður með mörgu góðu fólki við sýningarnar: „Samtal – Dialogue“, um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur (Veröld – Hús Vigdísar 2017, Nordatlantens Brygge 2020), Landnámsdýrin í Landnámssýningunni Austurstræti og sýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni „VATNIÐ í náttúru Íslands“.

Síðustu ár hefur áhuginn eðlilega beinst í ríkari mæli að verkefnum tengdum umhverfismálum sem birtist m.a. í því að frá 2017, hef ég tekið þátt í að stofna og móta verkefnið Plastlausan september á Íslandi ásamt góðum og þverfaglegum hópi kvenna. Verkefnið er í fullum gangi og má kynna sér það á plastlaus.is og á öllum helstu samfélagsmiðlum. Í framhaldinu átti ég einnig þátt í að stofna og reka um skeið verslanirnar Vistveru í Grímsbæ (2018-2019) og Vonarstræti á Laugaveginum (2019-2020).

2020 stofnaði ég litla bloggsíðu, Umbúðalaust þar sem mig langar að spjalla við og mynda fólk sem er að fást við umhverfismál beint eða óbeint eða pæla í sambandi okkar við umhverfið með einhverjum hætti. Síðan fer hægt af stað en ég hef þó ekki gefið upp vonina um að halda áfram með hana við tækifæri, svo ef einhver er með hugmyndir um viðmælendur eða samstarf henni tengt þætti mér gaman að heyra í ykkur.

Ég er félagi í FÍT, félagi íslenskra teiknara og Grapíku Íslandicu, félagi kvenna í hönnun.

Viljirðu hafa samband vegna verkefna eða mögulegs samstarfs: