Salbjörg heiti ég, kölluð Dalla og er hönnuður sem ljósmynda. Flest verkefni vinn ég í Reykjavík eða nágrenni þar sem ég bý ásamt fjölskyldunni minni og nokkrum köttum.

Eftir hönnunarnám (e. Media Art and Design) við Bauhaus listaháskólann í Weimar í Þýskalandi flutti ég heim 2007.

Síðan þá hef ég að mestu unnið sjálfstætt að fjölbreyttum hönnunarverkefnum (Hönnunarverkefni má skoða > hér.) ásamt því að ljósmynda fólk við ýmis tækifæri. Ef þú ert með spurningar, vilt koma í myndatöku eða hefur áhuga á öðru samstarfi heyrðu í mér:

Ljósmyndasýningar
2022, Gallery Grásteinn, Þá fæ ég að vita hvers vegna ég er ég og þú ert þú – Einkasýning
2019, Gallerí Korka, BURST – Samsýning Íslenska bromoilfjelagsins
2013, Listasafn Árnesinga, Andans konur – Myndaröð úr Skálholtskirkju sem hluti af sýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur og Gerðar Helgadóttur, sýningarstjóri Ásdís Ólafsdóttir
2007, Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Flickr-Flakk og heljarstökk“ – Samsýning

Ljósmyndir mínar hafa birst í bæði íslenskum og erlendum blöðum, tímaritum og bókum.