Ef þig vantar útskriftarmyndir, kynningarmyndir, starfsmannamyndir eða önnur portret, skrollaðu niður og skoðaðu fleiri myndir, helstu upplýsingar og verðskrá. Hafðu samband ef þú vilt fá frekari upplýsingar eða bóka myndatöku.

Myndatökurnar fara fram á vettvangi, úti eða inni við á viðeigandi stað, heima við, veislusal eða vinnuumhverfi eftir því hvernig myndatöku er um að ræða. Ef þið hafið engan sérstakan stað í huga hjálpumst við að við að finna staðsetningu. Við skipuleggjum myndatökuna tímanlega saman út frá veðrum, vindum og öðrum þáttum.

Skrunaðu niður til að skoða sýnishorn úr myndatökum og verð ↓

Hafðu samband til að bóka myndatökuna eða til að fá frekari upplýsingar

Verðskrá – Útskrifta- og portretmyndatökur

Verðskráin hér að neðan gefur verðhugmynd um þrjár ólíkar persónumyndatökur en hikið ekki við að hafa samband ef þið eruð með spurningar eða aðrar hugmyndir um skipulag myndatökunnar og viljið fá verðtilboð, starfsmannamyndataka krefst t.d. alltaf sértilboðs. Einnig getur verið tilvalið og hagstæðara að sameina myndatökur ef tíminn er nægur, hafið samband vegna frekari upplýsinga.

Upplýsingar um barnamyndatökur, fermingarmyndatökur og brúðkaupsmyndatökur má finna á öðrum stað, sjá efnisyfirlit eða smellið hér.

Fyrir myndatökur sem fara fram utan höfuðborgarsvæðisins leggst á ferðagjald sem er samið um hverju sinni.
Hægt er að greiða með millifærslu. Sjálfsagt er að skipta greiðslum.

Hafðu samband til að bóka fermingarmyndatökuna eða til að fá frekari upplýsingar