Ég get ekki tekið að mér para- eða hjónamyndatökur 2026 því miður.

Hvort sem tilefnið er trúlofun, hjónavígsla eða einfaldlega ástin þá fara myndatökurnar alltaf fram á vettvangi, oftast úti við á fallegum stað sem parið hefur í huga eða tengir sérstaklega við.

Ef um athöfn er að ræða er algengast að fólk velji að hafa myndatökuna milli athafnar og veislu og þá er gott að reikna með góðum tíma ef hægt er til að forðast stress. Pör hafa líka hitt mig fyrir athöfn í myndatöku og m.a.s. kom eitt par daginn fyrir athöfn í fullkomnum rólegheitum, svo möguleikarnir eru ýmsir.

Athafnir formlegar og óformlegar eru eins mismundandi og manneskjurnar, og við skipuleggjum myndatökuna tímanlega saman út frá veðrum, vindum og ólíkum aðstæðum hverju sinni.

Skrunaðu niður til að skoða sýnishorn úr myndatökum ↓

Hafðu samband til að bóka myndatökuna eða til að fá frekari upplýsingar

Dæmi um mismunandi para- og hjónamyndatökur

Smelltu á myndirnar og skoðaðu dæmi um myndatökur síðustu ára:

Hafðu samband til að bóka paramyndatökuna eða til að fá frekari upplýsingar