Pantanir

Vefverslun Salbjargar Ritu – Vinnustofu er opin allan sólarhringinn.  Vörur eru afgreiddar jafnóðum, nema varan sé tímabundið uppseld þá er haft samband og gefinn kostur á annarri vöru eða endurgreiðslu. Sérpöntuð vara hefur mislangan afgreiðslutíma, og eru t.d. innrammanir háðar verkefnastöðu þjónustuaðila Salbjargar Ritu – Vinnustofu. Sérpantanir eiga að vera skýrt merktar í vörulista. Viðskiptavinurinn fær tölvupóst með staðfestingu um móttöku greiðslu ásamt frekari leiðbeiningum um hvernig nálgast megi pöntunina eftir því hvort hún er send eða sótt.

Sendingarkostnaður

Hægt er að nálgast pantanir án endurgjalds á Vinnustofu Salbjargar, Faxafeni 10, 108 Reykjavík skv. samkomulagi á virkum dögum, eða með því að velja að fá þær sendar með Íslandspósti á næsta pósthús. Sendingarkostnaður er 900 krónur fyrir pantanir undir 10.000 krónum og byggist á lægsta verði Íslandspósts hverju sinn. Sendingarkostnaður fellur niður ef pantanir fara yfir 10.000 krónur. Kort og annað sem hægt er að senda sem umslag eða bréfpóst byggir á gjaldskrá Íslandspósts hverju sinni og er skv. verðskrá 1. mars 2021 á bilinu 224 kr. – 828 kr. (https://posturinn.is/einstaklingar/upplysingar-einstaklingar/verdskra/#tab=3)

Afhending

Hægt er að fá pantanir í vefverslun Vinnustofunnar sendar með Íslandspósti á næsta pósthús eða sækja pantanir á Vinnustofu Salbjargar Ritu Faxafeni 10, 108 Reykjavík. Á öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar- ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu sendinga og má nálgast þær upplýsingar á vefsíðu Íslandsspóst. Salbjörg Rita – Vinnustofa ber því enga ábyrgð á tjóni eða tapi vöru í flutningi. Ef viðskiptavinur vill sérstaklega tryggja eða rekja sendingu skrifið okkur á hallo@dalla.is með ósk þess efnis. Þessi þjónusta er veitt skv. gjaldskrá Íslandspósts hverju sinni.

Verð 

Verð á vörum Salbjargar Ritu – Vinnustofu eru uppgefin í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur eða myndabrengl og geta breyst án fyrirvara.

Greiðsluöryggi

Öll vinnsla greiðslukortaupplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt Rapyd.

Skilaréttur vöru

Um vörur keyptar hjá Salbjörgu Ritu – Vinnustofu með sannanlegum hætti, svosem sölureikningi eða skilamiða gildir 14 daga skilaréttur svo lengi sem vörunni er skilað, í fullkomnu lagi og í óskemmdum umbúðum ef það á við. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru skal miða við upprunalegt verð hennar, nema varan sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Við vöruskil má skipta í aðra vöru eða fá inneignanótu. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd nema um ranga eða gallaða vöru sé að ræða.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Fullum trúnaði er heitið vegna allra upplýsinga sem viðskiptavinur kann að gefa upp í tengslum við viðskiptin. Sumartunglið ehf mun ekki láta þriðja aðila í té persónuupplýsingar né vista upplýsingar um þá sem panta lengur en ástæða er til.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Upplýsingar Salbjörg Rita – Vinnustofa

Sumartunglið ehf.

Kt. 5711114-14330

VSK Númer:


Faxafeni 10

108 Reykjavík

Sími: 783 9889


Netfang: hallo@dalla.is