Ég tek að mér allt frá grafískri hönnun, myndvinnslu og umbroti til mörkunar og ásýndar vörumerkja. Einnig verkefnastjórnun og samskipti við aðra hönnuði eða framleiðsluaðila s.s. myndskreyta, vefstofur og prentstofur eftir þörfum.
Viðskiptavinir mínir hingað til er fjölbreyttur hópur, ýmsar stofnanir, opinberar stofnanir, fræðslustofnanir, mennta- og menningarstofnanir, auglýsingastofur, árvekniátök, listamenn, lítil og stór fyrirtæki, veitingahús, verslanir o.fl.