Vonarstræti
Verslun

2019 – 2020
⁜⁜⁜⁜⁜

Stofnun verslunarinnar, mörkun og hönnun vörumerkisins, útlit verslunarinnar, merkingar & gerð auglýsingaefnis ásamt skipulagi viðburða. Áhersla á rafræna miðla, útlitið var hrátt og létt, með monospace letri, unnið var með svartan bakgrunn á fyrirsögnum og merkingum í anda merkinga úr merkingavélum sem tíðkast að nota í áfyllingarbúðum og kallast einnig á við textabakgrunna á samfélagsmiðlum.

Við innréttingu á búðinni og útlitshönnun, var lögð áhersla á að ramma fallegar vörurnar inn með afslappaðri stemmningu þar sem innréttingum úr viði, hráum málmi og stórum ljósmyndum var blandað saman. Hjarta búðarinnar var svo borð hlaðið sápum og burstum eins og á markaðstorgi sem skapaði frjálslega og fallega stemmningu.