Ein af okkar allra uppáhalds göngum. Að ganga seint að kvöldi í ljósaskiptunum eftir malarveginum upp á topp á Úlfarsfelli. Gott að muna að einstaka sinnum koma bílar eða mótórhjól eftir veginum, en ökumennirnir eru langoftast tillitsamir og fara rólega yfir.

Ef við göngum á jöfnum hraða tekur göngutúrinn kannski 90 mínútur í allt frá bílastæðinum, upp á topp og til baka. Frá toppnum sér maður yfir Mosó, Reykjavík, til Akraness og Snæfellsness og víðar.

Það er oft svolítið kallt og hvasst á toppnum og við stoppum yfirleitt rétt svo til að skrifa í gestabókina ef við munum eftir því. Í þetta skiptið var undarlega lygnt og hlýtt og við nutum þess að staldra við og njóta útsýnisins.

0J1B68802
0J1B68862
0J1B69522
0J1B69502
0J1B69342
0J1B69562
0J1B69662
0J1B70032
0J1B69552
0J1B70152
0J1B70272
0J1B70372
0J1B70892
0J1B70802
0J1B71152
0J1B71412
0J1B71432