Hönnunarstofa

Þjónustan
Vanti þig merki, heildarútlit vörumerkis, efni fyrir samfélagsmiðla, hönnun á eða fyrir sýningu, merkingar eða auglýsingar fyrir fyrirtæki, sendu mér línu um hvað þú hefur í huga ☞ hallo@dalla.is, þú færð svar um hæl.

Viðskiptavinirnir
Ég hef verið svo lánsöm að vinna fyrir ótal ólíka viðskiptavini, bæði stóra og smáa, til að nefna nokkra: EHÍ, Háskóli Íslands, HP Flatkökur, Kammerkór Norðurlands, Náttúruminjasafn Íslands, Plastlaus september, Skatt.is, Vatnajökulsþjóðgarður, Vistvera, Vonarstræti.

Verð
Gjaldið byrjar í 14.900 + vsk, ég geri svo verðáætlun sem við förum yfir sameiginlega og endurskoðum ef þarf á verktímanum.

Mögulegar greiðsluleiðir
Krafa í heimabanka eða millifærsla, greiðsludreifing og greiðslur með korti verða einnig mögulegar bráðlega (des 2020).

Einhverjar spurningar?
☞ Hallo@dalla.is

Græðlingar – Ráðgjöf

Þjónusta
Áttu græðling sem þarf að hlúa að? Það er mögnuð tilfinning að skapa eitthvað nýtt, sjá hugmynd vaxa úr skissu í fullmótað verkefni eða fyrirtæki. Þar sem ég hef tekið þátt í stofnun samtaka og nokkurra fyrirtæki, hef ég reynslu af því hvað staðan getur verið snúin hjá aðilum á byrjunarreit með takmörkuð fjárráð sem vilja gera eitthvað frábært í ímyndar og auglýsingamálum. Handtökin er ótal mörg og auglýsinga- og markaðsmálin bara einn hluti af því. Fyrir suma er jafnvel orðaforðinn framandi, merki og vörumerki – bíddu er það ekki það sama?

Hvernig get ég þá aðstoðað? Stundum get ég hreinlega gengið í verkið, hannað merki, sett upp einfalda heimasíðu, farið með þér í ímyndarvinnu vörumerkisins, hannað útlit, jafnvel útskýrt muninn á merki og vörumerki ef út í það er farið.

Verkefnið getur verið af þannig stærðargráðu að fleiri þurfa að koma að því eða verkið verið þess eðlis að ég telji hreinlega að aðrir en ég séu betur til þess fallnir. Þá vísa ég þér óhikað áfram eða leiði samvinnu með öðrum til að hjálpa þér að fá þá þjónustu sem þú þarft.

Þú sendir mér tölvupóst á hallo@dalla.is eða slærð á þráðinn til mín í síma 783 9889 og útlistar fyrir mér verkefnið skuldbindingarlaust. Ekkert verk er of stórt eða smátt til að byrja á því að spyrja. Ég set í kjölfarið fram tillögu um framhaldið sem tekur mið af umfangi og eðli verksins.

Viðskiptavinirnir
Ég hef verið svo lánsöm að vinna fyrir ótal ólíka viðskiptavini, bæði stóra og smáa, nýja og með reynslu, til að nefna nokkra: EHÍ, Háskóli Íslands, HP Flatkökur, Kammerkór Norðurlands, Náttúruminjasafn Íslands, Plastlaus september, Skatt.is, Vatnajökulsþjóðgarður, Vistvera, Vonarstræti.

Verð
Gjaldið byrjar í 14.900 + vsk, ég geri svo verðáætlun sem við förum yfir sameiginlega og endurskoðum ef þarf á verktímanum.

Mögulegar greiðsluleiðir
Krafa í heimabanka eða millifærsla, greiðsludreifing og greiðslur með korti verða einnig mögulegar bráðlega (des 2020).

Einhverjar spurningar?
☞ Hallo@dalla.is

Myndatökur

Þjónusta
Ég býð reglulega upp á persónumyndatökur s.s. barna og fjölskyldumyndatökur, fermingar, brúðarmyndatökur og portretmyndatökur. Það má kynna sér myndatökurnar betur ☞ hér. Ég auglýsi það sérstaklega á samfélagsmiðlum þegar ég á lausa tíma en það er sjálfsagt að hafa samband og athuga hvort eitthvað er laust.

Verð
Verð frá 40.000 m/vsk.
Frekari verðskrá má finna hér ☞ dalla.is/is/verdskra

Mögulegar greiðsluleiðir
Krafa í heimabanka eða millifærsla, greiðsludreifing og greiðslur með korti verða einnig mögulegar bráðlega (des 2020).

Einhverjar spurningar?
☞ Hallo@dalla.is