Það hellirigndi á leiðinni um Strandir frá Heydal að Krossneslaug. Við sáum ekki fram á að geta gist í litla tjaldinu okkar í þessari vætu en ákváðum samt að halda okkur við áætlun og fara í Krossneslaug. Við komum um 22 leytið og vorum ofan í grænu vatninu í um 2 klukkutíma. Þar hittum við fyrir einn íbúa á svæðinu sem fer reglulega í laugina og tveir, þrír ferðamenn kíktu í laugina á meðan við vorum þar. Friðsældin var alger, eina hljóðið sem við heyrðum var í briminu. Við keyrðum til frænku minnar í Húnavatnssýslu til að fá gistingu, það tók fjóra tíma um miðja nótt en við sáum ekki eftir að hafa gefið okkur tíma til að keyra Strandirnar og stoppa í Krossneslaug. Ógleymanlegt.
















