Rauðisandur á suðurhluta Vestfjarða, kyrrlátur, víður og eins og af öðrum heimi.
Við lærðum nokkra nýja hluti þar sem við gengum út á sandinn. Eitt okkar komst að því að það er betra að hafa sand milli tánna en í augum, eyrum og nefi. Annað gerði sér grein fyrir því að hattar koma sér vel í sólskini en ekki eins vel í vindi.
Og við vorum ósköp fegin að vera löngu búin að læra það að það borgar sig alltaf á gönguferðum að hafa bakpoka meðferðis með teppi og vatni og hlýjum aukafatnaði.













