Í maí 2017, tókum við okkur saman nokkrar konur og skipulögðum með afskaplega íslenskum fyrirvara, fjármögnuðum og komum á fót Plastlausum September á Íslandi. Við mörkuðum verkefnið í sameiningu og ég útfærði útlit og merki byggt á því. Við birtum auglýsingar í stafrænum miðlum og prentmiðlum og gerðum vefsíðu en mest reiddum okkur á samfélagsmiðla með birtingaráætlun sem byggði á daglegum birtingum í september. Við settum einnig mikinn kraft í kynningarstarf sem byggði á greinum, viðtölum og viðburðum. Viðburðina skipulögðum við með frábærum samstarfsaðilum á borð við Umhverfisstofnun, Landvernd og Umhverfis- og auðlindafræðideild Háskóla Íslands.

Útbreiðslan og viðtökurnar voru og hafa verið framar vonum. Fólk er að átta sig á plastvandanum og vill beita sér gegn honum og læra leiðir til að draga úr plastmengun.

Einhverjar spurningar?
☞ Hallo@dalla.is