Salbjörg heiti ég, alltaf kölluð Dalla og er ljósmyndari og hönnuður í Reykjavík.

Eftir fimm ára hönnunarnám (e. Media Art and Design) við Bauhaus listaháskólann í Weimar í Þýskalandi flutti ég heim 2007. Síðan hef ég jöfnum höndum unnið sjálfstætt, ljósmyndað og unnið ýmis hönnunarverkefni fyrir og með stofnunum, fyrirtækjum, vefstofum og auglýsingastofum.

Ég er félagi í FÍT, félagi íslenskra teiknara og Grapíku Íslandicu, nýstofnuðu félagi kvenna í hönnun.

Frá 2017, hef ég tekið þátt í að stofna og móta verkefnið Plastlausan september á Íslandi ásamt góðum og þverfaglegum hóp kvenna. Verkefnið er í fullum gangi og má kynna sér það á plastlaus.is og á öllum helstu samfélagsmiðlum.

hallo@dalla.is