Ljósmynd er galdur, augnablik verður eilíft með einum smelli. Tímalausar myndir, stundum ljóðrænar, kankvísar eða eilítið spaugilegar eins og manneskjurnar, oftast nostalgískar og hlýjar eins og minningar um þá sem okkur þykir vænt um. Ég mynda helst á vettvangi, úti eða inni, á stað sem við sammælumst um, þar sem fólki líður vel í sínu skinni. Litlar manneskjur og stórar manneskjur og allir þar á milli eru velkomnar til mín í myndatöku, allt um praktísku atriðin ☞ hér og svo má gjarnan senda mér línu ☞ hallo@dalla.is